6.6.2016 | 14:13
Inngangur
Hérna fyrir neðan eru verkefni sem ég var að gera í 7.bekk í Ölduselsskóla árin 2015-2016
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2016 | 13:54
Tyrkjaránsleikrit
Í 7.bekk vorum við að lesa um Tyrkjaránið og ákváðum að gera leikrit um það þegar ræningjar komu til Vestmannaeyja 1627 og rændu fólk en þeim var síðan siglt til Alsír.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2016 | 09:20
Heilsuveggspjald
Í ensku var ég Matti og Elfar að gera hópverkefni saman í ensku. Við gerðum heilsuveggspjald um heilsuma en við vorum með vítamín, coffín og próftein. Ég lærði mikið á þessu verkefni.
Mér fannst mjög gaman í þessu verkefni
Bloggar | Breytt 7.6.2016 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2016 | 08:59
Matardagbókin
Í 7.bekk áttum við að halda matardagbók í 3 daga. Við vorum líka að fræðast um líkamann. Á meðan hinir voru að teikna mannslíkamann og koma líkamspörtunum á hann áttum ég og Elfar að vinna upplýsingarnar úr matardagbókinni. Matardagbókin gekk út á að þú áttir að skrá allt sem þú borðar í 3 daga en svo tókum við spjöldin og settum saman í eitt stórt súlurit.
Hér <--- getur þú séð verkefnið mitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2016 | 09:40
Bókagagnrýni Galdrastafir og græn augu
Ég var að lesa bók í skólanum sem heitir Galdrastafir og græn augu og við áttum að gera bókagagnrýni um hana. Ég lærði mjög mikið um árið 1713 frá bókinni svo þess vegna mæli ég með þessari bók. Mér fannst bókin mjög skemmtileg
Hér <--- getur þú séð bókagagnrýnina.
Bloggar | Breytt 6.6.2016 kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2016 | 09:41
Úlfljótsvatn
25. apríl fóru við 7. bekkur á Úlfljótsvatn. Þar gerðum við ýmislegt t.d. labba upp Úlfljótsfjall, klifra klifurvegg, Trunk tossing (enska), frísbígolf, Wipeout, bogfimi, grísinn í miðjunni, Yfir, 3 snertir hlutir og tvær kvöldvökur. Ég þurfti að deila herbergi með Aron, Elfari, Gunnari, Manh, Riggie og Svein Það var geðveikur matur besti heimaeldaður matur sem ég hef smakkað og það var rosalega skemmtilegt á Úlfljótsvatni.
Bloggar | Breytt 6.6.2016 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 11:01
Tyrkjaránið Fréttabæklingur
Í 7. bekk hef ég verið að vinna í Tyrkjaráninu. Ég fékk hefti með 7 verkefnum og ég á að klára 5 verkefni, eitt af þeim verkefnum er fréttabækling og þá á ég að búa til gamalt fréttablað með fréttir frá Tyrkjaráninu.
Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt og vona að fá að gera eitthvað svona aftur.
Hérna <-- getur þú séð verkefnið mitt
Bloggar | Breytt 6.6.2016 kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2016 | 14:19
Rúmfræðis verkefni garðurinn
Í stærðfræði vorum við að gera garð þar sem við vorum að mæla flatarmál ýmissa hluta eins og tjörn, hringlaga blómabeð, þríhyningslaga trjáreiti, leikvöll og kaffihús sem stendur á 120 fermetra lóð. Við áttum líka að lita garðinn og gera stíg sem hefur 2 útganga. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt og ég lærði að rúmfræði er miklu erfiðari en ég hélt.
<--- Hér geturðu séð verkefnið mitt.
Bloggar | Breytt 6.6.2016 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2016 | 13:54
Setuliðið bókagagnrýni
Setuliðið er eftir höfundinn Ragnar Gíslason, hún gerist bæði í Englandi og Íslandi og boðskapur bókarinnar er að burðast ekki með lýgina. Mér fannst bókin mjög skemmtileg helstu kostirnir sem mér fannst eru hversu fræðandi hún er en þessi saga gerðist í kringum árið 1940 og líka í nútíðinni. Hún er spennandi af því maður hvarf og engin vissi hvað gerðist hafði nema einn maður. Hún var skemmtileg og spennandi því hún lét mann ekki geta hætt að lesa hana.
Að mínu mati fannst mér bókin frábær og ég gef henni 5 stjörnur af 5. Það var eiginlega engin galli en ég mundi segja að hún væri fyrir 9-13 ára gamla.
Bloggar | Breytt 6.6.2016 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2015 | 11:24
Staðreyndir um Evrópu
Í 7.bekk var ég að gera staðreyndir um Evrópu verkefni ég fékk spurningar sem ég átti að svara og láta svo í Word skjal.
Ég lærði hvað stærstu ár Evrópu eru stórar, heita, hvar þau eiga upptök sín og hvað þau renna út í Hvað er hæsta og næsthæsta fjall Evrópu hve stór löndin og fjöllin og árarnar og margt fleira.
Mér fannst mjög skemmtilegt að gera þetta verkefni því ég bý í Evrópu og mér langaði til að fræðast um Evrópu.
Hér getur þú séð verkefni mitt !!!
Bloggar | Breytt 6.6.2016 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)